Erlent

25 þjóðir mótmæla veiðum

Hvalveiðar Fjölmargar þjóðir mótmæla hvalveiðum Íslendinga.
Hvalveiðar Fjölmargar þjóðir mótmæla hvalveiðum Íslendinga.

Tuttugu og fimm þjóðir og framkvæmdanefnd Evrópusambandsins sameinast í dag í skipulögðum mótmælum gegn hvalveiðum Íslendinga.

Að sögn talsmanns franska utanríkisráðuneytisins verða mótmælin send utanríkis- og sjávarútvegsráðuneyti Íslands.

Þjóðirnar eru: Argentína, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Brasilía, Bretland, Chile, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Ísrael, Ítalía, Lúxemburg, Mexíkó, Mónakó, Nýja-Sjáland, Portúgal, Slóvakía, Suður-Afríka, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, og Þýskaland.- smk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×