Kvörtunum rignir nú inn á áskriftarblöð í Danmörku vegna fríblaðanna. Kvarta áskrifendur Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands-Posten yfir því að blöðin berist annað hvort seint eða alls ekki.
Ástandið er sérlega slæmt í höfuðborginni og í Árósum, og segir talsmaður Berlingske Tidende að blaðið fái nú 50 prósent fleiri kvartanir en fyrir tilkomu fríblaðanna.
"Skömminni má skella á skort á blaðberum. Eftir að fríblöðin komu til, keppa fleiri um allt of fáa blaðbera," sagði Carsten Juste, ritstjóri Jyllands-Posten.