Erlent

Veiran þolir lyf miklu betur

Nýtt afbrigði af fuglaflensuveirunni H5N1 hefur náð mikilli útbreiðslu og þolir lyf miklu betur þannig að erfiðara hefur reynst að ráða niðurlögum flensunnar.

Nýja veiruafbrigðið hefur fundist nánast alls staðar þar sem fuglaflensusmits hefur orðið vart í fuglum undanfarið ár og sums staðar þar sem menn hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gagnrýndi kínversk stjórnvöld fyrir að láta ekki í té sýnishorn af nýju veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×