Erlent

Óttast óspektir vegna úrskurðar

Írösk yfirvöld hafa fyrirskipað útgöngubann í Bagdad og tveimur aðliggjandi héruðum frá og með deginum í dag. Þetta er gert til að koma í veg fyrir uppþot þegar dómur verður kveðinn upp í einu máli af mörgum gegn fyrrverandi forseta landsins, Saddam Hussein. Endalok útgöngubannsins hafa ekki verið ákveðin.

Verði Hussein fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu bíður hans henging. Málið sem nú er dæmt í snýr að því hvort Saddam og stjórnarmenn hans hafi fyrirskipað fjöldamorð á sjítum í þorpinu Dujail árið 1982.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×