Erlent

Afríkuríki fá umdeilda hjálp

Stjórn Kína heitir því að tvöfalda fjárframlög sín til Afríkuríkja. Þetta kom fram í setningarræðu Ju Jintaos, forseta Kína, á Afríkuráðstefnu sem haldin var í Kína um helgina. Þeir leiðtogar Afríkuríkja sem voru viðstaddir sögðust taka stuðningi Kína með opnum örmum.

Loforð Kínastjórnar eru þó ekki alls staðar litin jákvæðum augum en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt stjórnina fyrir að fara með Afríku eins og eigin nýlendu. Kína sé að tryggja sér náttúruauðlindir með því að brjóta gundvallarmannréttindi í ýmsum ríkjum Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×