Erlent

Ortega í forystu

Daniel Ortega ásamt eiginkonunni Rosario Murillo á kjörstað í Managua í gær.
Daniel Ortega ásamt eiginkonunni Rosario Murillo á kjörstað í Managua í gær. MYND/AP

Kjósendur í Miðameríkuríkinu Níkaragva biðu í gær í löngum biðröðum eftir að fá að kjósa í forsetakosningum, sem Daniel Ortega, gamla sandínistaleiðtoganum sem stjórnaði landinu megnið af níunda áratugnum, var spáð góðu gengi í.

Aðeins var talinn leika vafi á hvort Ortega fengi strax í fyrri umferð kosninganna nægilegt fylgisforskot til þess að ekki þyrfti að koma til úrslitaumferðar þar sem kosið yrði milli hans og þess frambjóðanda sem næstflest atkvæði hlýtur. Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningarnar var Eduardo Montealegre, Harvard-menntaður auðmaður, eini maðurinn sem komst nálægt Ortega í fylgi. Úrslitin eiga að verða ljós í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×