Meiri þjónusta fyrir sömu krónur 7. nóvember 2006 00:01 Heilbrigðismál eru hvarvetna meðal höfuðviðfangsefna í stjórnmálum. Á fáum sviðum öðrum er meira reiptog um skattpeningana. Af sjálfu leiðir að um þessi efni takast menn á í pólitík. En einmitt á þessum vettvangi standa stjórnmálamenn frammi fyrir afar vandasamri og flókinni ákvarðanatöku. Kröfurnar um betri þjónustu vaxa eðlilega harðar en þjóðarframleiðslan. Þekkingunni og tækninni fleygir einnig fram með hraða sem er í öfugu hlutfalli við vilja skattborgaranna til þess að greiða meira í ríkissjóðinn. Afleiðingin birtist í margvíslegu reiptogi hagsmuna. Hér á landi fara fram miklar umræður af þessu tagi og yfirleitt um eitt og eitt reiptog í senn. Víða annars staðar fara hins vegar fram meiri umræður um leiðirnar til þess að finna lausnir eða leiða reiptogið til lykta. Á þessu eru þó undantekningar. Á tíma Friðriks Sophussonar í fjármálaráðuneytinu og Ingibjargar Pálmadóttur í heilbrigðisráðuneytinu var tekin afgerandi stefnumarkandi ákvörðun um sameiningu sjúkrahúsa. Hún var umdeild. Meðal annars var gagnrýnt að draga myndi úr faglegri samkeppni. Sennilega hefur það gerst í einhverjum mæli. En markmiðið var að ná fram meiri þjónustu fyrir jafn margar krónur. Nú er kominn góður reynslutími. Það er einfaldlega unnt að mæla árangurinn í rekstri hins sameinaða móðurskips heilbrigðisþjónustunnar, Landspítalans. Niðurstaðan er skýr. Ætlunarverkið tókst í öllum stærri dráttum. Á liðnum fimm árum hefur spítalinn mætt tæplega sjö prósenta íbúafjölgun. Sjúklingum sem leggjast inn hefur fækkað um þrettán prósent. Þeim sem notið hafa þjónustu á göngudeildum hefur hins vegar fjölgað um 28 prósent, um tæp þrettán prósent á dagdeildum og yfir 25 prósent á slysa- og bráðadeildum. Þjónustan hefur breyst. Hún leysir úr vanda fleiri á skemmri tíma en áður. En kjarni málsins er sá að þetta er gert með jafn mörgum krónum. Framlög úr ríkissjóði eru þar af leiðandi lægra hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins eða þjóðarframleiðslu vilji menn heldur miða við hana. Þetta er eina leiðin til að geta mætt nýjungum í ríkisþjónustu. Mála sannast er að þetta sýnir árangur sem vert er að tala um. Stjórnendur og starfsfólk eiga því sannarlega þakkir skildar. Skipulagsbreytingarnar hafa eðli máls samkvæmt kostað smáskærur með jöfnu millibili. Þær hafa vakið athygli og umtal. En árangurinn hefur legið í þagnargildi. Það er dæmigerð íslensk umræðuhefð. En nú sýnist spítalastarfið vera á krossgötum. Flest bendir til að áframhaldandi hlutfallsleg lækkun útgjalda muni ekki leiða til aukinnar framleiðni heldur stöðnunar eða jafnvel skertrar þjónustu. Fyrir þá sök er þörf á nýrri pólitískri langtíma stefnumörkun. Umræður um einstaka hagsmunaárekstra eru áfram háværar. En af þögninni um hina hlið málsins mætti halda að enginn sé í því hlutverki um þessar mundir að leggja línur um framtíðina í þessum efnum. Uppskera slíkrar vinnu skilar sér sjaldnast fyrr en þeir eru farnir af vettvangi sem leggja það pólitíska erfiði á sig. Því er ekki úr vegi að minna á það sem vel hefur verið gert þegar kallað er á nýtt pólitískt frumkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun
Heilbrigðismál eru hvarvetna meðal höfuðviðfangsefna í stjórnmálum. Á fáum sviðum öðrum er meira reiptog um skattpeningana. Af sjálfu leiðir að um þessi efni takast menn á í pólitík. En einmitt á þessum vettvangi standa stjórnmálamenn frammi fyrir afar vandasamri og flókinni ákvarðanatöku. Kröfurnar um betri þjónustu vaxa eðlilega harðar en þjóðarframleiðslan. Þekkingunni og tækninni fleygir einnig fram með hraða sem er í öfugu hlutfalli við vilja skattborgaranna til þess að greiða meira í ríkissjóðinn. Afleiðingin birtist í margvíslegu reiptogi hagsmuna. Hér á landi fara fram miklar umræður af þessu tagi og yfirleitt um eitt og eitt reiptog í senn. Víða annars staðar fara hins vegar fram meiri umræður um leiðirnar til þess að finna lausnir eða leiða reiptogið til lykta. Á þessu eru þó undantekningar. Á tíma Friðriks Sophussonar í fjármálaráðuneytinu og Ingibjargar Pálmadóttur í heilbrigðisráðuneytinu var tekin afgerandi stefnumarkandi ákvörðun um sameiningu sjúkrahúsa. Hún var umdeild. Meðal annars var gagnrýnt að draga myndi úr faglegri samkeppni. Sennilega hefur það gerst í einhverjum mæli. En markmiðið var að ná fram meiri þjónustu fyrir jafn margar krónur. Nú er kominn góður reynslutími. Það er einfaldlega unnt að mæla árangurinn í rekstri hins sameinaða móðurskips heilbrigðisþjónustunnar, Landspítalans. Niðurstaðan er skýr. Ætlunarverkið tókst í öllum stærri dráttum. Á liðnum fimm árum hefur spítalinn mætt tæplega sjö prósenta íbúafjölgun. Sjúklingum sem leggjast inn hefur fækkað um þrettán prósent. Þeim sem notið hafa þjónustu á göngudeildum hefur hins vegar fjölgað um 28 prósent, um tæp þrettán prósent á dagdeildum og yfir 25 prósent á slysa- og bráðadeildum. Þjónustan hefur breyst. Hún leysir úr vanda fleiri á skemmri tíma en áður. En kjarni málsins er sá að þetta er gert með jafn mörgum krónum. Framlög úr ríkissjóði eru þar af leiðandi lægra hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins eða þjóðarframleiðslu vilji menn heldur miða við hana. Þetta er eina leiðin til að geta mætt nýjungum í ríkisþjónustu. Mála sannast er að þetta sýnir árangur sem vert er að tala um. Stjórnendur og starfsfólk eiga því sannarlega þakkir skildar. Skipulagsbreytingarnar hafa eðli máls samkvæmt kostað smáskærur með jöfnu millibili. Þær hafa vakið athygli og umtal. En árangurinn hefur legið í þagnargildi. Það er dæmigerð íslensk umræðuhefð. En nú sýnist spítalastarfið vera á krossgötum. Flest bendir til að áframhaldandi hlutfallsleg lækkun útgjalda muni ekki leiða til aukinnar framleiðni heldur stöðnunar eða jafnvel skertrar þjónustu. Fyrir þá sök er þörf á nýrri pólitískri langtíma stefnumörkun. Umræður um einstaka hagsmunaárekstra eru áfram háværar. En af þögninni um hina hlið málsins mætti halda að enginn sé í því hlutverki um þessar mundir að leggja línur um framtíðina í þessum efnum. Uppskera slíkrar vinnu skilar sér sjaldnast fyrr en þeir eru farnir af vettvangi sem leggja það pólitíska erfiði á sig. Því er ekki úr vegi að minna á það sem vel hefur verið gert þegar kallað er á nýtt pólitískt frumkvæði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun