Erlent

Ed Bradley lést úr hvítblæði

Bandaríkjamaðurinn Ed Bradley, einn stjórnenda fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur, lést í gær úr hvítblæði á sjúkrahúsi í New York í Bandaríkjunum.

Bradley, sem var 65 ára gamall þegar hann lést, gekk til liðs við 60 mínútur árið 1981.

Bradley vann til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir fréttaflutning sinn um ævina og þar á meðal 19 Emmy-verðlaun.

Bradley var heiðraður með verðlaunum fyrir ævistarfið af Blaðamannafélagi blökkumanna í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×