Erlent

Ákærðir fyrir að brjóta trúnað

Aðalritstjóri og tveir blaðamenn danska dagblaðsins Berlingske Tidende voru í gær kallaðir fyrir rétt í Kaupmannahöfn, ákærðir fyrir að hafa á árinu 2004 birt upplýsingar úr dönskum leyniþjónustuskýrslum.

Brotin sem þeir Niels Lunde ritstjóri og blaðamennirnir Michael Bjerre og Jesper Larsen eru ákærðir fyrir varða sektum og allt að tveggja ára fangelsi.

Lunde hefur áður sagt að blaðið hafi ekki gert neitt saknæmt er það birti greinaflokk sem byggðist að miklu leyti á skýrslum sem láku frá leyniþjónustu danska hersins, en í þeim kom fram að engar vísbendingar væru um að Saddam hafi haft gereyðingarvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×