Viðskipti innlent

Útboð Kaupþings hafið

Kaupþing hefur hafið sölu nýrra hlutabréfa, sem verður beint til erlendra fjárfesta, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunn bankans og styðja við frekari útrás. Samsvarar útgáfan um tíu prósenta aukningu hlutafjár.

Verðlagning hlutanna verður ákvörðuð 21. nóvember með hliðsjón af viðbrögðum við áskriftarsöfnun og markaðsgengi hlutabréfa félagsins um það leyti. Miðað við gengið 825 krónur á hlut gæti bankinn safnað tæpum 55 milljörðum króna.

Bankinn hefur skuldbundið sig til að auka ekki hlutafé í hálft ár eftir útboðið. Þá hafa tveir stærstu hluthafar bankans, Exista og Kjalar (Egla), skuldbundið sig til að selja ekki hlutabréf í eigu sinni í 180 daga eftir að nýju hlutunum hefur verið úthlutað og það sama gildir um hóp lykilstjórnenda og stjórnarmanna næsta árið eftir að úthlutun lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×