Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni sem strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Ívar afplánar 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála og er talinn geta verið varasamur. Ívar er 26 ára gamall og 180 sentimetrar á hæð.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ívars eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.