Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið 15. nóvember 2006 06:45 Lausnararnir Nokkrir af fulltrúum Íraksnefndarinnar koma af fundi með Bush í Hvíta húsinu á mánudaginn. Þeir eru frá vinstri: Leon Panetta, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, William J. Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra, Edwin Meese, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Charles Rob, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, Philip Zelikov framkvæmdastjóri og Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari. fréttablaðið/AP MYND/AP Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi. Erlent Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi.
Erlent Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira