Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, hefur alls ekki í hyggju að snúa aftur á svið stjórnmálanna í Taílandi, að því er lögfræðingur hans greindi frá í gær. Thaksin var steypt af stóli í byltingu hers-ins 19. september síðastliðinn.
Thaksin hefur verið á ferðalagi um Asíulönd undanfarna daga, en ætlar ekki að láta sjá sig í Taílandi á næstunni. Herlög eru enn í gildi þar og verða enn um sinn, að sögn forsprakka byltingarinnar.