Kalda stríðið sögunnar 17. nóvember 2006 00:01 Í nýrri bók um kalda stríðið segir bandaríski sagnfræðingurinn John Lewis Gaddis, að hann eigi í erfiðleikum með að skýra fyrir nemendum sínum í Yale-háskóla, að í heiminum hafi geisað kalt stríð í röska hálfa öld, þar sem risaveldin hafi hótað hvort öðru gereyðingu með kjarnorkusprengjum. Nemendur horfa forviða á hann. Ég kannast við þetta skilningsleysi af eigin raun, ekki aðeins frá nemendum mínum, sem flestir voru á barnsaldri, þegar Berlínarmúrinn féll 1989, heldur líka úr almennum umræðum, eins og fjölmiðlafárið í tilefni nýlegrar ritgerðar dr. Þórs Whiteheads prófessors í Þjóðmálum sýnir. Þór rifjaði upp, að hér var lengi hópur einlægra byltingar-sinna, sem stofnaði 1930 kommúnistaflokk í nánu samráði við valdhafa í Moskvu og hafði tögl og hagldir í Sósíalistaflokknum, sem starfaði í þrjátíu ár, frá 1938. Þessi hópur beitti oft ofbeldi, til dæmis í Gúttóslagnum 9. nóvember 1932, þegar meiri hluti lögreglunnar í Reykjavík lá óvígur eftir, og hlutu sumir lögregluþjónar örkuml af, en bæjarstjórnin var neydd til að hverfa frá sparnaðaraðgerðum sínum. Bardaginn við Alþingishúsið 30. mars 1949, þegar þessi hópur hugðist koma í veg fyrir aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, er annað dæmi. Þór lýsti viðbrögðum hins veikburða íslenska ríkis. Hermann Jónasson dómsmálaráðherra stofnaði eins konar öryggisþjónustu 1939, og eftir stríð réði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra tvo menn til lögreglunnar í því skyni að fylgjast með hættulegu fólki, ekki síður flugumönnum úr sendiráði Ráðstjórnarríkjanna en félögum í Sósíalistaflokknum, en sannast hefur, að flokkurinn þáði ekki aðeins ráð, heldur líka fé frá valdhöfum í Moskvu. Lögreglan fékk nokkrum sinnum í kalda stríðinu heimild dómara til að hlera síma þeirra, sem líklegir þóttu til að vilja stofna til óspekta, enda var lögreglan fáliðuð og taldi sig vart ráða undirbúningslaust við óeirðir. Jafnframt fylgdist lögreglan með æstustu sósíalistunum og skiptist á upplýsingum (meðal annars um þessa menn) við leyniþjónustur vinaríkja okkar, aðallega Bandaríkjanna, sem ráku hér herstöð, en þar þurfti vitaskuld að gæta fyllsta öryggis. Vegna oftúlkunar Stöðvar 2 á ummælum Guðna Jóhannessonar sagnfræðings komst á kreik, að hér hefði starfað „leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins". Hinir ólíklegustu menn spruttu síðan upp og fullyrtu, að símar sínir hefðu verið hleraðir. En hver þurfti að hlera síma Jóns Baldvins Hannibalssonar? Hann sagði jafnan öllum allt í samtölum, en einkum fréttafólki. Lofsvert er, að Guðni Jóhannesson skuli hafa leiðrétt opinberlega oftúlkunina á ummælum sínum. Hann kveðst nú hafa heimildir um, að dómsmálaráðherrar úr Sjálfstæðisflokknum hefðu ekki einir vitað af öryggisþjónustu lögreglunnar, heldur til dæmis framsóknarmaðurinn Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra 1971-1978. Lítið hefur farið fyrir þessari leiðréttingu í umræðum. Guðni vildi hafa það, sem sannara reyndist. Hið sama verður ekki sagt um Jón Ólafsson heimspeking, sem gerði lítið úr hættunni af íslenskum kommúnistum í blaðagrein. Þór Whitehead svaraði Jóni nýlega rækilega og eftirminnilega, rakti í sundur rökleysur hans og leiddi hann síðan sjálfan til vitnis, því að í bók Jóns frá 1999, Kæru félagar, sem er um tengsl íslenskra sósíalista við valdhafa í Moskvu, eru næg gögn lagðar fram um það, að íslenskir kommúnistar hugsuðu og hegðuðu sér svipað og skoðanabræður þeirra erlendis. Hvers vegna hefðu þeir átt að vera þeim skárri? Hvers vegna skyldi ekki taka þá alvarlega um byltingarhug þeirra? Össur Skarphéðinsson fór í þessu máli sömu sneypuför og Jón. Þór sagði frá því í Þjóðmálaritgerð sinni, að grennslast hefði verið fyrir um það í kyrrþey 1990, hvort Svavar Gestsson hefði haft óeðileg tengsl við austur-þýsk yfirvöld. Össur spurði þá fullur vandlætingar, hver hefði gert þessa einstæðu árás á íslenskan ráðherra. Hélt hann, að „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins" eins og hann orðaði það, væri ábyrg. Þór svaraði að bragði, að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson, sem sátu þá með Svavari í ríkisstjórn, hefðu falið íslenskum embættismanni að annast þessa eftirgrennslan, sem hefði ekki leitt neitt misjafnt í ljós um Svavar. Hitasóttarkenndur ákafinn í þessum umræðum sýnir það, sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur bent á, að kalda stríðinu er ekki lokið á vettvangi sögunnar. Með því að hagræða sannleikanum vilja róttækir vinstri menn bæta sér upp, að þeir töpuðu stríðinu.Hannes Hólmsteinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í nýrri bók um kalda stríðið segir bandaríski sagnfræðingurinn John Lewis Gaddis, að hann eigi í erfiðleikum með að skýra fyrir nemendum sínum í Yale-háskóla, að í heiminum hafi geisað kalt stríð í röska hálfa öld, þar sem risaveldin hafi hótað hvort öðru gereyðingu með kjarnorkusprengjum. Nemendur horfa forviða á hann. Ég kannast við þetta skilningsleysi af eigin raun, ekki aðeins frá nemendum mínum, sem flestir voru á barnsaldri, þegar Berlínarmúrinn féll 1989, heldur líka úr almennum umræðum, eins og fjölmiðlafárið í tilefni nýlegrar ritgerðar dr. Þórs Whiteheads prófessors í Þjóðmálum sýnir. Þór rifjaði upp, að hér var lengi hópur einlægra byltingar-sinna, sem stofnaði 1930 kommúnistaflokk í nánu samráði við valdhafa í Moskvu og hafði tögl og hagldir í Sósíalistaflokknum, sem starfaði í þrjátíu ár, frá 1938. Þessi hópur beitti oft ofbeldi, til dæmis í Gúttóslagnum 9. nóvember 1932, þegar meiri hluti lögreglunnar í Reykjavík lá óvígur eftir, og hlutu sumir lögregluþjónar örkuml af, en bæjarstjórnin var neydd til að hverfa frá sparnaðaraðgerðum sínum. Bardaginn við Alþingishúsið 30. mars 1949, þegar þessi hópur hugðist koma í veg fyrir aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, er annað dæmi. Þór lýsti viðbrögðum hins veikburða íslenska ríkis. Hermann Jónasson dómsmálaráðherra stofnaði eins konar öryggisþjónustu 1939, og eftir stríð réði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra tvo menn til lögreglunnar í því skyni að fylgjast með hættulegu fólki, ekki síður flugumönnum úr sendiráði Ráðstjórnarríkjanna en félögum í Sósíalistaflokknum, en sannast hefur, að flokkurinn þáði ekki aðeins ráð, heldur líka fé frá valdhöfum í Moskvu. Lögreglan fékk nokkrum sinnum í kalda stríðinu heimild dómara til að hlera síma þeirra, sem líklegir þóttu til að vilja stofna til óspekta, enda var lögreglan fáliðuð og taldi sig vart ráða undirbúningslaust við óeirðir. Jafnframt fylgdist lögreglan með æstustu sósíalistunum og skiptist á upplýsingum (meðal annars um þessa menn) við leyniþjónustur vinaríkja okkar, aðallega Bandaríkjanna, sem ráku hér herstöð, en þar þurfti vitaskuld að gæta fyllsta öryggis. Vegna oftúlkunar Stöðvar 2 á ummælum Guðna Jóhannessonar sagnfræðings komst á kreik, að hér hefði starfað „leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins". Hinir ólíklegustu menn spruttu síðan upp og fullyrtu, að símar sínir hefðu verið hleraðir. En hver þurfti að hlera síma Jóns Baldvins Hannibalssonar? Hann sagði jafnan öllum allt í samtölum, en einkum fréttafólki. Lofsvert er, að Guðni Jóhannesson skuli hafa leiðrétt opinberlega oftúlkunina á ummælum sínum. Hann kveðst nú hafa heimildir um, að dómsmálaráðherrar úr Sjálfstæðisflokknum hefðu ekki einir vitað af öryggisþjónustu lögreglunnar, heldur til dæmis framsóknarmaðurinn Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra 1971-1978. Lítið hefur farið fyrir þessari leiðréttingu í umræðum. Guðni vildi hafa það, sem sannara reyndist. Hið sama verður ekki sagt um Jón Ólafsson heimspeking, sem gerði lítið úr hættunni af íslenskum kommúnistum í blaðagrein. Þór Whitehead svaraði Jóni nýlega rækilega og eftirminnilega, rakti í sundur rökleysur hans og leiddi hann síðan sjálfan til vitnis, því að í bók Jóns frá 1999, Kæru félagar, sem er um tengsl íslenskra sósíalista við valdhafa í Moskvu, eru næg gögn lagðar fram um það, að íslenskir kommúnistar hugsuðu og hegðuðu sér svipað og skoðanabræður þeirra erlendis. Hvers vegna hefðu þeir átt að vera þeim skárri? Hvers vegna skyldi ekki taka þá alvarlega um byltingarhug þeirra? Össur Skarphéðinsson fór í þessu máli sömu sneypuför og Jón. Þór sagði frá því í Þjóðmálaritgerð sinni, að grennslast hefði verið fyrir um það í kyrrþey 1990, hvort Svavar Gestsson hefði haft óeðileg tengsl við austur-þýsk yfirvöld. Össur spurði þá fullur vandlætingar, hver hefði gert þessa einstæðu árás á íslenskan ráðherra. Hélt hann, að „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins" eins og hann orðaði það, væri ábyrg. Þór svaraði að bragði, að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson, sem sátu þá með Svavari í ríkisstjórn, hefðu falið íslenskum embættismanni að annast þessa eftirgrennslan, sem hefði ekki leitt neitt misjafnt í ljós um Svavar. Hitasóttarkenndur ákafinn í þessum umræðum sýnir það, sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur bent á, að kalda stríðinu er ekki lokið á vettvangi sögunnar. Með því að hagræða sannleikanum vilja róttækir vinstri menn bæta sér upp, að þeir töpuðu stríðinu.Hannes Hólmsteinn
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun