Landbúnaðarstofnun hefur veitt fyrirtækinu Fjallalambi á Kópaskeri leyfi til útflutnings á kjöti í heilum skrokkum til Evrópusambandslanda. Þetta kemur fram á vefnum dettifoss.is.
Unnið hefur verið að bættri verkun og auknu hreinlæti í framleiðslu. „Útflutningsleyfi á Evrópumarkað þýðir aukna möguleika fyrir Fjallalamb til sölu á því lambakjöti sem bændur eru skuldbundnir til að selja á erlendum mörkuðum. Fram til þessa hefur Fjallalamb aðallega flutt út á Japansmarkað,“ segir á dettifoss.is.