Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór til Pakistan í gær til viðræðna við Pervez Musharraf, forseta landsins, um hvernig hægt sé að stemma stigu við för hryðjuverkamanna milli landanna. Einnig bar stríðið í Afganistan á góma.
Embættismaður utanríkisráðuneytis Bretlands sagði nýlega að hundruð manna færu milli landanna ár hvert til að flytja skilaboð og safna fé til hryðjuverka. Tugur fari einnig til landamæra Pakistan og Afganistan í þjálfunarbúðir.