Erlent

Líbía lætur 19 fanga lausa

Stjórnvöld í Líbýu slepptu nýlega nítján arabískum föngum úr haldi, að sögn sýrlenskra mannréttindasamtaka. Fangarnir höfðu setið í fangelsi í sextán ár, en þeir sættu lífstíðardómi fyrir samsæri um að steypa yfirvöldum af stóli. Tveir höfðu þegar dáið í fangelsi.

Fjórir fanganna voru Sýrlendingar, en þeir voru handteknir án ákæru við komuna til heimalandsins á föstudag. Ekkert er vitað um afdrif hinna fimmtán, sem eru frá Palestínu, Jórdaníu og Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×