Er ríkisvæðing lausn? 21. nóvember 2006 00:01 Samkomulag virðist vera komið á milli þingflokka um nýja löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Annars vegar er að því stefnt að gera reikningshald stjórnmálaflokka gegnsærra og háð opinberri endurskoðun. Hins vegar er ráðgert að takmarka framlög bæði til stjórnmálaflokka og einstaklinga í forkosningum þeirra. Fyrri áformin ættu að vera nokkuð óumdeild. Birting á lykiltölum í bókhaldi stjórnmálaflokka er til þess fallin að byggja upp traust. Endurskoðun undir stjórn Ríkisendurskoðanda ætti að tryggja að reikningsfærslan verði bæði samanburðarhæf og trúverðug. Eðlilegt er að framlög lögaðila yfir ákveðnum mörkum séu birt. Meira álitamál er hvort slík regla á að gilda um einstaklinga í því ljósi að menn eiga stjórnarskrárvarinn rétt á að halda stjórnmálaskoðunum fyrir sjálfa sig. Fyrir því eru kosningar leynilegar. En ugglaust yrði of auðvelt að fara í kringum regluna ef sama yrði ekki látið ganga yfir lögaðila og einstaklinga. Aðalatriðið er að þjóðfélagið hefur breyst. Gamli hátturinn með fjármál stjórnmálaflokka er ekki með nokkru móti samrýmanlegur nútíma kröfum. Niðurstaðan er því skýr: Hér er verið að stíga gott framfaraskref sem styrkir trúverðugleika þess lýðræðislega hlutverks sem stjórnmálaflokkarnir gegna. Miklu vafasamara er hins vegar að setja skorður við frjálsum framlögum til stjórnmálastarfsemi. Í fyrsta lagi er spurning hvort það samrýmist skoðanafrelsi og rétti einstaklinga og fyrirtækja til að ráðstafa fjármunum sínum. Í annan stað er afleiðingin augljós. Stjórnmálaflokkarnir verða endanlega og að fullu ríkisvæddir. Er það heilbrigt? Er ekki hugsanlegt að af því geti hlotist meira tjón en hinu að leyfa frjáls framlög án takmarkana þegar bókhaldið hefur verið gert gegnsætt og opinber grein gerð fyrir einstökum stórum framlögum? Ýmsar spurningar vakna þegar almenn starfsemi stjórnmálaflokka verður að uppistöðu til greidd úr ríkissjóði. Sérstakar reglur gilda til að mynda um upplýsingaskyldu og réttindi og skyldur starfsmanna í stofnunum sem kostaðar eru af almannafé. Á það sama að gilda um stjórnmálaflokka? Það er andstætt eðli og hlutverki stjórnmálaflokka að reglur af þessu tagi taki til þeirra. En eigi að síður getur reynst snúið að útskýra hvers vegna undantekning er gerð í þessu tilviki frá þeim almennum reglum sem að þessu leyti gilda um þær stofnanir sem kostaðar eru af sameignarsjóði skattborgaranna. Eins og forkosningar flokkanna hafa þróast eru þær orðnar allt eins umfangsmiklar og almennu kosningarnar. Og trúlega er kostnaðurinn jafnmikill eða jafnvel hærri. Eðlilegt er að menn velti vöngum yfir þessari þróun. En ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna þarf ekki að óathuguðum öðrum kostum að vera eina svarið. Spurning er hvort aukið persónukjör í almennum kosningum er ekki eðlilegra svar við þeim álitaefnum sem uppi eru af þessu tilefni. Þátttakan í forkosningum flokkanna sýnir að krafa fólks um persónukjör er afar sterk. En hvers vegna ekki að einfalda málið og sníða kosningakerfið með hliðsjón af þeim vilja fólksins? Örugglega má án skaða gefa því álitaefni meiri gaum en gert hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Samkomulag virðist vera komið á milli þingflokka um nýja löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Annars vegar er að því stefnt að gera reikningshald stjórnmálaflokka gegnsærra og háð opinberri endurskoðun. Hins vegar er ráðgert að takmarka framlög bæði til stjórnmálaflokka og einstaklinga í forkosningum þeirra. Fyrri áformin ættu að vera nokkuð óumdeild. Birting á lykiltölum í bókhaldi stjórnmálaflokka er til þess fallin að byggja upp traust. Endurskoðun undir stjórn Ríkisendurskoðanda ætti að tryggja að reikningsfærslan verði bæði samanburðarhæf og trúverðug. Eðlilegt er að framlög lögaðila yfir ákveðnum mörkum séu birt. Meira álitamál er hvort slík regla á að gilda um einstaklinga í því ljósi að menn eiga stjórnarskrárvarinn rétt á að halda stjórnmálaskoðunum fyrir sjálfa sig. Fyrir því eru kosningar leynilegar. En ugglaust yrði of auðvelt að fara í kringum regluna ef sama yrði ekki látið ganga yfir lögaðila og einstaklinga. Aðalatriðið er að þjóðfélagið hefur breyst. Gamli hátturinn með fjármál stjórnmálaflokka er ekki með nokkru móti samrýmanlegur nútíma kröfum. Niðurstaðan er því skýr: Hér er verið að stíga gott framfaraskref sem styrkir trúverðugleika þess lýðræðislega hlutverks sem stjórnmálaflokkarnir gegna. Miklu vafasamara er hins vegar að setja skorður við frjálsum framlögum til stjórnmálastarfsemi. Í fyrsta lagi er spurning hvort það samrýmist skoðanafrelsi og rétti einstaklinga og fyrirtækja til að ráðstafa fjármunum sínum. Í annan stað er afleiðingin augljós. Stjórnmálaflokkarnir verða endanlega og að fullu ríkisvæddir. Er það heilbrigt? Er ekki hugsanlegt að af því geti hlotist meira tjón en hinu að leyfa frjáls framlög án takmarkana þegar bókhaldið hefur verið gert gegnsætt og opinber grein gerð fyrir einstökum stórum framlögum? Ýmsar spurningar vakna þegar almenn starfsemi stjórnmálaflokka verður að uppistöðu til greidd úr ríkissjóði. Sérstakar reglur gilda til að mynda um upplýsingaskyldu og réttindi og skyldur starfsmanna í stofnunum sem kostaðar eru af almannafé. Á það sama að gilda um stjórnmálaflokka? Það er andstætt eðli og hlutverki stjórnmálaflokka að reglur af þessu tagi taki til þeirra. En eigi að síður getur reynst snúið að útskýra hvers vegna undantekning er gerð í þessu tilviki frá þeim almennum reglum sem að þessu leyti gilda um þær stofnanir sem kostaðar eru af sameignarsjóði skattborgaranna. Eins og forkosningar flokkanna hafa þróast eru þær orðnar allt eins umfangsmiklar og almennu kosningarnar. Og trúlega er kostnaðurinn jafnmikill eða jafnvel hærri. Eðlilegt er að menn velti vöngum yfir þessari þróun. En ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna þarf ekki að óathuguðum öðrum kostum að vera eina svarið. Spurning er hvort aukið persónukjör í almennum kosningum er ekki eðlilegra svar við þeim álitaefnum sem uppi eru af þessu tilefni. Þátttakan í forkosningum flokkanna sýnir að krafa fólks um persónukjör er afar sterk. En hvers vegna ekki að einfalda málið og sníða kosningakerfið með hliðsjón af þeim vilja fólksins? Örugglega má án skaða gefa því álitaefni meiri gaum en gert hefur verið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun