Erlent

90 handteknir vegna mótmæla

Lögreglan í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar handtók 90 mótmælendur á unglingsaldri við samkomuhús trúfélagsins Faderhuset á sunnudag. Vildu ungmennin mótmæla fyrirhuguðum flutningi æskulýðsstarfs trúfélagsins í byggingu sem nú hýsir Ungdomshuset, samkomustað ungs fólks á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.

Faderhuset keypti húsið fyrir skömmu og hefur sótt um leyfi til að rífa það og reisa nýtt. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa reynt að koma að lausn málsins en án árangurs. Nýir eigendur eiga að fá húsið afhent 14. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×