Ehud Olmert hvetur til friðar 28. nóvember 2006 02:00 Forsætisráðherra Ísraels bauð Palestínumönnum að koma aftur að friðarsamningaborðum í gær, svo fremi sem þeir fallist á kröfur hans. MYND/AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar. Erlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar.
Erlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira