Ræða þarf kostnaðinn 29. nóvember 2006 06:00 Íslendingar eru vanir því að varnir landsins kosti ekki neitt. Sumir hafa jafnvel litið á þær sem féþúfu. Feimni við að ræða innihald varnarviðbúnaðar og hernaðarlegra skuldbindinga er ríkjandi. Oft umgangast menn þau efni með sömu aðferð og kötturinn heita grautinn. Nú standa fyrir dyrum viðræður við Norðmenn og fleiri bandalagsþjóðir okkar um varnarsamstarf á norðurslóðum. Forsætisráðherrar Íslands og Noregs urðu ásáttir um þetta á dögunum. Almennt hefur þeim áformum verið vel tekið. Aukið norrænt og evrópskt samstarf á þessu sviði er rökrétt viðfangsefni nýrra aðstæðna. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna í þessu sambandi hvort ekki er skynsamlegt að ræða með ítarlegri hætti og af meiri dýpt þau viðfangsefni sem við viljum vera þátttakendur í og eigið mat á varnarþörf. Sú umræða er sannarlega ekki bara fyrir lokuð fundarherbergi utan íslenskrar lögsögu. Hér hefur engin umræða farið fram um hversu miklum fjármunum við erum reiðubúin til þess að verja til viðfangsefna af þessu tagi. Varnarmálaráðherra Noregs segir réttilega í viðtali við Fréttablaðið í gær að ræða þurfi kostnaðarþátttöku Íslendinga af hugsanlegu samstarfi áður en upp verður staðið frá þeim viðræðum. Mikilvægt er að bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuflokkarnir ræði þessi mál málefnalega og af ábyrgð. Hvernig á til að mynda að mæta auknum útgjöldum í varnar- og öryggismálum? Á að skera niður eða leggja á nýja skatta? Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er dregið úr framlagi til efnahagslegs stöðugleika til þess að skapa svigrúm fyrir velferðarútgjöld. Í fyrsta áfanga nýs stjórnarsáttmála stjórnarandstöðuflokkanna er ekkert framlag af hálfu ríkissjóðs til efnahagslegs stöðugleika og augljóslega ekkert svigrúm til aukinna varnarútgjalda. Hér er spurningum ósvarað bæði af hálfu ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Samfylkingin hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki nægjanlega ákveðið fram í að tryggja auknar varnir í samstarfi við Norðmenn og Atlantshafsbandalagið. Á sama tíma stefnir hún að ríkisstjórnarsamstarfi við vinstri grænt sem alfarið hafnar aðild að hvers kyns hernaðarlegum skuldbindingum. Hér þarf skýringa við. Afgerandi breytingar hafa orðið varðandi innri öryggismál og löggæslu. Veigamikið skref var tekið í þeim efnum með Schengenaðildinni á sínum tíma. Sérsveit lögreglunnar hefur verið efld og greiningardeild tekur til starfa um næstu áramót. Enn er þó óútkljáð hvort lögreglan fær heimildir til öryggisþjónustu undir eftirliti Alþingis. Ákveðin hafa verið kaup á þremur björgunarþyrlum, nýrri landhelgisgæsluflugvél og nýju varðskipi. Aukinheldur er Landhelgisgæslan orðin hluti af björgunarmiðstöðinni með rekstri vaktstöðvar siglinga. Mikilvægt er að þróa það samstarf við Norðmenn sem þegar hefur hafist á þessu sviði. En hjá hinu verður ekki horft að þörf er á málefnalegri umræðu um hversu miklum fjármunum við ætlum að verja til mála er lúta að innra öryggi og alþjóðlegu varnarsamstarfi. Þetta eru veigamikil mál. En þau verða heldur ekki slitin úr samhengi við önnur samfélagsverkefni. Og þau verða ekki afgreidd af öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Íslendingar eru vanir því að varnir landsins kosti ekki neitt. Sumir hafa jafnvel litið á þær sem féþúfu. Feimni við að ræða innihald varnarviðbúnaðar og hernaðarlegra skuldbindinga er ríkjandi. Oft umgangast menn þau efni með sömu aðferð og kötturinn heita grautinn. Nú standa fyrir dyrum viðræður við Norðmenn og fleiri bandalagsþjóðir okkar um varnarsamstarf á norðurslóðum. Forsætisráðherrar Íslands og Noregs urðu ásáttir um þetta á dögunum. Almennt hefur þeim áformum verið vel tekið. Aukið norrænt og evrópskt samstarf á þessu sviði er rökrétt viðfangsefni nýrra aðstæðna. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna í þessu sambandi hvort ekki er skynsamlegt að ræða með ítarlegri hætti og af meiri dýpt þau viðfangsefni sem við viljum vera þátttakendur í og eigið mat á varnarþörf. Sú umræða er sannarlega ekki bara fyrir lokuð fundarherbergi utan íslenskrar lögsögu. Hér hefur engin umræða farið fram um hversu miklum fjármunum við erum reiðubúin til þess að verja til viðfangsefna af þessu tagi. Varnarmálaráðherra Noregs segir réttilega í viðtali við Fréttablaðið í gær að ræða þurfi kostnaðarþátttöku Íslendinga af hugsanlegu samstarfi áður en upp verður staðið frá þeim viðræðum. Mikilvægt er að bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuflokkarnir ræði þessi mál málefnalega og af ábyrgð. Hvernig á til að mynda að mæta auknum útgjöldum í varnar- og öryggismálum? Á að skera niður eða leggja á nýja skatta? Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er dregið úr framlagi til efnahagslegs stöðugleika til þess að skapa svigrúm fyrir velferðarútgjöld. Í fyrsta áfanga nýs stjórnarsáttmála stjórnarandstöðuflokkanna er ekkert framlag af hálfu ríkissjóðs til efnahagslegs stöðugleika og augljóslega ekkert svigrúm til aukinna varnarútgjalda. Hér er spurningum ósvarað bæði af hálfu ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Samfylkingin hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki nægjanlega ákveðið fram í að tryggja auknar varnir í samstarfi við Norðmenn og Atlantshafsbandalagið. Á sama tíma stefnir hún að ríkisstjórnarsamstarfi við vinstri grænt sem alfarið hafnar aðild að hvers kyns hernaðarlegum skuldbindingum. Hér þarf skýringa við. Afgerandi breytingar hafa orðið varðandi innri öryggismál og löggæslu. Veigamikið skref var tekið í þeim efnum með Schengenaðildinni á sínum tíma. Sérsveit lögreglunnar hefur verið efld og greiningardeild tekur til starfa um næstu áramót. Enn er þó óútkljáð hvort lögreglan fær heimildir til öryggisþjónustu undir eftirliti Alþingis. Ákveðin hafa verið kaup á þremur björgunarþyrlum, nýrri landhelgisgæsluflugvél og nýju varðskipi. Aukinheldur er Landhelgisgæslan orðin hluti af björgunarmiðstöðinni með rekstri vaktstöðvar siglinga. Mikilvægt er að þróa það samstarf við Norðmenn sem þegar hefur hafist á þessu sviði. En hjá hinu verður ekki horft að þörf er á málefnalegri umræðu um hversu miklum fjármunum við ætlum að verja til mála er lúta að innra öryggi og alþjóðlegu varnarsamstarfi. Þetta eru veigamikil mál. En þau verða heldur ekki slitin úr samhengi við önnur samfélagsverkefni. Og þau verða ekki afgreidd af öðrum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun