Kaupin á West Ham efst í huga 28. desember 2006 07:00 Björgólfur Guðmundsson ásamt Eggerti Magnússyni. Björgólfi eru efst í huga kaup hans og Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham í nóvember. Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi. Á árinu 2006 kom það fyllilega í ljós að alþjóðlegu fyrirtækin okkar þola vel ágjöf en jafnframt að starfsumhverfi þeirra hér á landi er viðkvæmt. Það ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni með hvaða hætti tryggja megi að þessi fyrirtæki verði áfram íslensk og að þau telji hag sínum best borgið með því að skrá höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ánægjulegt var að sjá á árinu aukna vitund stjórnenda í íslensku atvinnulífi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Augljóst er að samhliða örum vexti fyrirtækja er mikilvægt að aðrir þættir samfélagsins dafni sömuleiðis. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er sjálfsábyrgð sem tryggir öflugt, frjótt og skemmtilegt umhverfi til að starfa í. Líti ég sjálfur um öxl eru kaup okkar Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham mér efst í huga. Mér kom mjög á óvart sú mikla og jákvæða athygli sem viðskipti þessi fengu í Bretlandi. Ég er sannfærður um að aukin vitund um Íslendinga í bresku athafnalífi eigi eftir fjölga til muna tækifærum fyrir öll íslensk fyrirtæki þar í landi. Þó svo að áhugi minn á fótbolta hafi miklu skipt um þá ákvörðun að festa fé í þessari starfsemi þá má heldur ekki horfa fram hjá því að fótbolti í sjónvarpi er sá þáttur í afþreyingargreinum sem vex hve hraðast í heiminum í dag. Ég er því sannfærður um að í þessari starfsemi felast fjöldamörg viðskiptatækifæri sem West Ham mun nýta. Ætli ég minnist ársins 2006 því ekki helst fyrir það að þá runnu saman í eitt hjá mér áhugamál og starf. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi. Á árinu 2006 kom það fyllilega í ljós að alþjóðlegu fyrirtækin okkar þola vel ágjöf en jafnframt að starfsumhverfi þeirra hér á landi er viðkvæmt. Það ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni með hvaða hætti tryggja megi að þessi fyrirtæki verði áfram íslensk og að þau telji hag sínum best borgið með því að skrá höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ánægjulegt var að sjá á árinu aukna vitund stjórnenda í íslensku atvinnulífi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Augljóst er að samhliða örum vexti fyrirtækja er mikilvægt að aðrir þættir samfélagsins dafni sömuleiðis. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er sjálfsábyrgð sem tryggir öflugt, frjótt og skemmtilegt umhverfi til að starfa í. Líti ég sjálfur um öxl eru kaup okkar Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham mér efst í huga. Mér kom mjög á óvart sú mikla og jákvæða athygli sem viðskipti þessi fengu í Bretlandi. Ég er sannfærður um að aukin vitund um Íslendinga í bresku athafnalífi eigi eftir fjölga til muna tækifærum fyrir öll íslensk fyrirtæki þar í landi. Þó svo að áhugi minn á fótbolta hafi miklu skipt um þá ákvörðun að festa fé í þessari starfsemi þá má heldur ekki horfa fram hjá því að fótbolti í sjónvarpi er sá þáttur í afþreyingargreinum sem vex hve hraðast í heiminum í dag. Ég er því sannfærður um að í þessari starfsemi felast fjöldamörg viðskiptatækifæri sem West Ham mun nýta. Ætli ég minnist ársins 2006 því ekki helst fyrir það að þá runnu saman í eitt hjá mér áhugamál og starf.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira