Andstaða við stéttarfélög Ögmundur Jónasson skrifar 29. desember 2006 06:00 Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opinberrar starfsemi. Nýjasta dæmið er fyrirtæ kið Matís ohf. Það er stofnað upp úr Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar. Hlutabréf er eitt eins og fyrri daginn enda hlutaféð allt í eigu ríkisins og starfsmenn því strangt til tekið eftir sem áður í þjónustu ríkisins. Það eina sem kemur til með að breytast eru réttindi starfsmanna þegar til lengri tíma er litið. Við sambærilegar aðstæður hafa stéttarfélögin reynt að lágmarka skaðann og iðulega hefur tekist að ná rammasamkomulagi um ýmsa grunnþætti. Í því sambandi má nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í burðarliðnum er samkomulag SFR við hlutafélagavætt RARIK. Eitt hefur reyndar alltaf staðið út af en það eru lífeyrismál starfsmanna því fram til þessa hafa hlutafélagavæddar stofnanir neitað nýráðnum starfsmönnum um aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins enda þótt félagsmönnum í BSRB, BHM og KÍ sé heimill aðgangur að deildinni lögum og reglum samkvæmt. Enda þótt óskiljanleg kergja sé í flestum stjórnum hlutafélagavæddra fyrirtækja gagnvart starfsmönnum og stéttarfélögum virðist stjórn Matís ohf. ætla að slá flest fyrri met. Félagið neitar nefnilega að gera rammasamkomulag sem vísar inn í framtíðina við stéttarfélög hins nýja fyrirtækis. Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís ohf., lýsti því yfir á fundi með starfsmönnum skömmu fyrir hátíðar að ekki stæði til að leggjast yfir kjarasamningagerð með stéttarfélögum. Þess í stað hafa starfsmenn verið króaðir af einn og einn þar sem þeim hefur verið boðið að skrifa undir ráðningarsamninga sem forsvarsmenn stéttarfélaganna segja vera afar loðna. Friðrik Friðriksson getur státað af því að vera fyrsti formaður Frjálshyggjufélagsins. Það félag varð til á níunda áratug síðustu aldar og var eitt helsta áhugamál félagsmanna að grafa undan verkalýðshreyfingunni. Getur verið að Friðrik Friðriksson hafi nú loksins komist í aðstöðu til að láta hugsjónir sínar rætast? Hvað segir handhafi hlutabréfsins í Matís ohf., Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? Varla er hann án ábyrgðar í þessu máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opinberrar starfsemi. Nýjasta dæmið er fyrirtæ kið Matís ohf. Það er stofnað upp úr Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar. Hlutabréf er eitt eins og fyrri daginn enda hlutaféð allt í eigu ríkisins og starfsmenn því strangt til tekið eftir sem áður í þjónustu ríkisins. Það eina sem kemur til með að breytast eru réttindi starfsmanna þegar til lengri tíma er litið. Við sambærilegar aðstæður hafa stéttarfélögin reynt að lágmarka skaðann og iðulega hefur tekist að ná rammasamkomulagi um ýmsa grunnþætti. Í því sambandi má nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í burðarliðnum er samkomulag SFR við hlutafélagavætt RARIK. Eitt hefur reyndar alltaf staðið út af en það eru lífeyrismál starfsmanna því fram til þessa hafa hlutafélagavæddar stofnanir neitað nýráðnum starfsmönnum um aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins enda þótt félagsmönnum í BSRB, BHM og KÍ sé heimill aðgangur að deildinni lögum og reglum samkvæmt. Enda þótt óskiljanleg kergja sé í flestum stjórnum hlutafélagavæddra fyrirtækja gagnvart starfsmönnum og stéttarfélögum virðist stjórn Matís ohf. ætla að slá flest fyrri met. Félagið neitar nefnilega að gera rammasamkomulag sem vísar inn í framtíðina við stéttarfélög hins nýja fyrirtækis. Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís ohf., lýsti því yfir á fundi með starfsmönnum skömmu fyrir hátíðar að ekki stæði til að leggjast yfir kjarasamningagerð með stéttarfélögum. Þess í stað hafa starfsmenn verið króaðir af einn og einn þar sem þeim hefur verið boðið að skrifa undir ráðningarsamninga sem forsvarsmenn stéttarfélaganna segja vera afar loðna. Friðrik Friðriksson getur státað af því að vera fyrsti formaður Frjálshyggjufélagsins. Það félag varð til á níunda áratug síðustu aldar og var eitt helsta áhugamál félagsmanna að grafa undan verkalýðshreyfingunni. Getur verið að Friðrik Friðriksson hafi nú loksins komist í aðstöðu til að láta hugsjónir sínar rætast? Hvað segir handhafi hlutabréfsins í Matís ohf., Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? Varla er hann án ábyrgðar í þessu máli?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar