Juventus hefur tíu stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Juve sigraði Palermo 2-1 í gær, þar sem Adrian Mutu gerði bæði mörk liðsins, en Inter náði aðeins jafntefli gegn Siena í dag og er því tíu stigum á eftir meisturunum. AC Milan er í þriðja sæti deildarinnar og getur komist upp fyrir granna sína með sigri á Parma á San Siro í kvöld.
Juventus heldur sínu striki
