Eyrarrósin afhent á Bessastöðum á föstudag 9. janúar 2006 12:30 Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum föstudaginn 13. janúar og er það í annað sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, sem eru eftirstöðvar af Menningarborgarsjóði. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2006 eru: Jöklasýning á Höfn í Hornafirði:Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum aðilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggir á sérstöðu landsvæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vísinda- og háskólastofnanir landsins á þessu sviði koma að uppbyggingu hennar og framkvæmd. Kórastefna við Mývatn:Afar vandað tónlistarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr nágrannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðarlaginu og framkvæmdin einkennist af miklum metnaði og þrautseigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátttaka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyrir sér.LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi:Einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tónlist, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta.Frá afhendingu eyrarrósarinnar á Bessastöðum í fyrraFyrir réttu ári féllu verðlaunin í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði en þá voru einnig tilnefnd verkefnin Aldrei fór ég suður; rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og Listahátíðin á Seyði á Seyðisfirði.Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum síðan gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðarstofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni.Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunar.Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir, söfn.Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðarstofnunnar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum föstudaginn 13. janúar og er það í annað sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, sem eru eftirstöðvar af Menningarborgarsjóði. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2006 eru: Jöklasýning á Höfn í Hornafirði:Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum aðilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggir á sérstöðu landsvæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vísinda- og háskólastofnanir landsins á þessu sviði koma að uppbyggingu hennar og framkvæmd. Kórastefna við Mývatn:Afar vandað tónlistarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr nágrannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðarlaginu og framkvæmdin einkennist af miklum metnaði og þrautseigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátttaka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyrir sér.LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi:Einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tónlist, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta.Frá afhendingu eyrarrósarinnar á Bessastöðum í fyrraFyrir réttu ári féllu verðlaunin í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði en þá voru einnig tilnefnd verkefnin Aldrei fór ég suður; rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og Listahátíðin á Seyði á Seyðisfirði.Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum síðan gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðarstofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni.Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunar.Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir, söfn.Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðarstofnunnar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira