Kobe og Shaq mætast á ný 16. janúar 2006 19:30 Kobe gegn Shaq - Annar hluti. í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt NordicPhotos/GettyImages Það verður enginn smá leikur á dagskrá á NBA TV í beinni útsendingu í nótt, en þar mætast LA Lakers og Miami Heat í síðari leik sínum á tímabilinu eftir að Miami vann uppgjör liðanna á jóladag. Þó mikið hafi verið gert úr einvígi hinna fornu fjenda og fyrrum félaga, Kobe Bryant og Shaquille O´Neal, er ekki víst að mesta andúðin í kvöld verði þeirra á milli. Leikurinn hefst klukkan 03:30 í nótt. Þegar liðin mættust í Florida um jólin, voru það nefnilega Gary Payton hjá Miami og Lamar Odom hjá Lakers sem skiptust á vel völdum orðum og litlu munaði að þeir lentu í handalögmálum. "Þessi ungi maður verður að gæta tungu sinnar. Menn sem tala svona eiga það til að meiðast," sagði Lamar Odom eftir leikinn og margir vildu meina að í því hefði falist dulin hótun í garð Payton, sem sjálfur dró úr atvikinu. "Þetta er bara partur af leiknum, það er allt og sumt," sagði Payton, sem er frægur kjaftaskur inni á vellinum. Shaquille O´Neal hefur fram til þessa unnið alla þrjá leiki sína við Los Angeles Lakers síðan hann fór til Miami og vill eflaust enga breytingu á því í nótt. Hann hefur verið lengi í gang eftir meiðsli snemma á tímabilinu, en lið Miami er þó allt að komast í gírinn eftir að sá stóri kom aftur. Dwayne Wade er stigahæstur í liði Miami með 25,7 stig að meðaltali í leik og gefur auk þess 7 stoðsendingar. Kobe Bryant skorar að meðaltali 32,3 stig að meðaltali í leik, en hann hefur skoraði 35 stig að meðaltali í leik gegn Miami síðan O´Neal gekk í raðir liðsins. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Það verður enginn smá leikur á dagskrá á NBA TV í beinni útsendingu í nótt, en þar mætast LA Lakers og Miami Heat í síðari leik sínum á tímabilinu eftir að Miami vann uppgjör liðanna á jóladag. Þó mikið hafi verið gert úr einvígi hinna fornu fjenda og fyrrum félaga, Kobe Bryant og Shaquille O´Neal, er ekki víst að mesta andúðin í kvöld verði þeirra á milli. Leikurinn hefst klukkan 03:30 í nótt. Þegar liðin mættust í Florida um jólin, voru það nefnilega Gary Payton hjá Miami og Lamar Odom hjá Lakers sem skiptust á vel völdum orðum og litlu munaði að þeir lentu í handalögmálum. "Þessi ungi maður verður að gæta tungu sinnar. Menn sem tala svona eiga það til að meiðast," sagði Lamar Odom eftir leikinn og margir vildu meina að í því hefði falist dulin hótun í garð Payton, sem sjálfur dró úr atvikinu. "Þetta er bara partur af leiknum, það er allt og sumt," sagði Payton, sem er frægur kjaftaskur inni á vellinum. Shaquille O´Neal hefur fram til þessa unnið alla þrjá leiki sína við Los Angeles Lakers síðan hann fór til Miami og vill eflaust enga breytingu á því í nótt. Hann hefur verið lengi í gang eftir meiðsli snemma á tímabilinu, en lið Miami er þó allt að komast í gírinn eftir að sá stóri kom aftur. Dwayne Wade er stigahæstur í liði Miami með 25,7 stig að meðaltali í leik og gefur auk þess 7 stoðsendingar. Kobe Bryant skorar að meðaltali 32,3 stig að meðaltali í leik, en hann hefur skoraði 35 stig að meðaltali í leik gegn Miami síðan O´Neal gekk í raðir liðsins.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira