Í gær varð ljóst að Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons, muni þjálfa lið Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum árlega sem fram fer í Houston þann 19. febrúar. Sá þjálfari sem náð hefur bestum árangri þann 5. febrúar í hvorri deild fyrir sig, stýrir viðkomandi liði, en eftir að Detroit vann og Cleveland tapaði í gærkvöld, varð ljóst að ekkert lið getur komist upp fyrir Detroit á þeim tíma.
Enn er nokkuð langt í að hægt verði að nefna þjálfara Vesturliðsins, en byrjunarlið Austur- og Vesturdeildar eru tilkynnt þann 2. febrúar og ráðast þau af kosningu aðdáenda um allan heim, en þjálfarar í deildinni velja svo varamennina viku síðar.