Sport

Detroit valtaði yfir New York

Rasheed Wallace og félagar í Detroit léku sér hreinlega að New York í nótt
Rasheed Wallace og félagar í Detroit léku sér hreinlega að New York í nótt NordicPhotos/GettyImages

Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar, Detroit Pistons, valtaði yfir New York Knicks á útivelli 105-79 og Sacramento Kings vann góðan sigur á Los Angeles Lakers 118-109 eftir framlengdan leik.

Detroit var aldrei í vandræðum með slakt lið New York, sem í þokkabót var án þeirra Antonio Davis og Stephon Marbury. Richard Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace skoraði 23. Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York.

Kobe Bryant skoraði 51 stig fyrir LA Lakers í Sacramento, en það dugði ekki því heimamenn unnu framlenginguna 14-5 og tryggðu sér sigur. Mike Bibby skoraði 40 stig fyrir Sacramento, Kenny Thomas var með 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar og Brad Miller skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×