Söguleg skotsýning Kobe Bryant frá því í nótt, þar sem hann sallaði 81 stigi á Toronto Raptors, verður endursýnd á NBA TV á Digital Ísland klukkan 16 í dag og aftur um klukkan 19 í kvöld. Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að verða vitni að sýningu Bryant, en þetta var annað hæsta stigaskor eins leikmanns í sögu deildarinnar.
