Villingurinn Dennis Rodman er ekki búinn að syngja sitt síðasta á körfuboltavellinum og hann hefur nú gert eins leiks samning við enska liðið Brighton Bears og mun spila með liðinu þegar það mætir Guildford Heat á laugardaginn.
Ekki er langt síðan Rodman spilaði leik með liði í Finnlandi, en ráðning hans er einsskonar auglýsingabrella hjá Brighton-liðinu, því forráðamenn liðsins vonast eftir að fá mikið af áhorfendum þegar jafn þekktur leikmaður og Rodman reimar á sig skóna.