Sjóðheitt lið Dallas Mavericks var aldrei í vandræðum með Miami Heat í leik liðanna í NBA í nótt og vann 112-76. Þetta var 13. sigur Dallas í röð í deildinni og var sigurinn svo öruggur að lykilmenn Dallas gátu sest á bekkinn í síðasta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas, en Shaquille O´Neal skoraði 23 stig fyrir Miami.
Þá vann Sacramento góðan sigur á Chicago 98-80. Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Sacramento, en Anders Nocioni og Darius Songalia skoruðu 14 stig fyrir Chicago.