Dwayne Wade skaut Detroit í kaf 13. febrúar 2006 05:30 Dwayne Wade var stórkostlegur í leiknum í gærkvöldi og sýndi svart á hvítu að hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 17 síðustu stig Miami - þar á meðal sigurkörfuna gegn Detroit NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira
Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira