Dwayne Wade skaut Detroit í kaf 13. febrúar 2006 05:30 Dwayne Wade var stórkostlegur í leiknum í gærkvöldi og sýndi svart á hvítu að hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 17 síðustu stig Miami - þar á meðal sigurkörfuna gegn Detroit NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira