Suðurverk ehf átti lægsta tilboð í gatna- og stígagerð lagningu fráveitu-, neysluvatns og veitulagna í fimmta áfanga Vallahverfis í Hafnarfirði. Tilboðið hljómaði upp á 211 milljónir króna en kostnaðaráætlun upp á rúmar 240 milljónir.
Heimir og Þorgeir áttu hæsta boð, 226 milljónir, en alls bárust fjögur tilboð í verkið.