Sænski sóknarmaðurinn Henrik Larsson ætlar að ljúka ferli sínum með liði Helsingborg í heimabæ sínum í Svíþjóð og hefur nú undirritað 18 mánaða samning við félagið. Larsson leikur sem kunnugt er með Spánarmeisturum Barcelona, en hann snýr aftur til Svíþjóðar í sumar að leiktíð lokinni.
