Innlent

Þrír handteknir vegna hraðbankaráns

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. MYND/KK

Lögreglan á Akureyri handtók í morgun þrjá menn á bílaleigubíl sem grunaðir eru um að hafa brotið upp hraðbanka í söluskála Skeljungs á Fáskrúðsfirði í nótt og stolið þaðan hundruðum þúsunda króna.

Strax og lögreglan eystra varð áskynja um ránið var mörgum lögregluumdæmum gert viðvart og snemma í morgun fannst bíll utan vegar í Námaskarði, austan við Mývatn.

Þegar Akureyrarlögreglan stöðvaði svo þrjá menn á bílaleigubíl í bænum á níunda tímanum í morgun kom í ljós að einn manna átti þann bíl og var þá leitað á mönnunum og í bílnum með þeim árangri að talsverðir fjármunir og eitthvað af öðru þýfi, sem talið er vera úr söluskálanum, fannst. Mennirnir eru nú í haldi lögreglunnar á Akureyri sem rannsakar málið í samvinnnu við lögregluna eystra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×