Dagur Sigurðsson stýrði í dag liði sínu Bregenz til sigurs í Austurrísku bikarkeppninni en liðið lagði AON Fivers með eins marka mun í úrslitaleiknum.
Bikarkeppnin er spiluð með óvenjulegu sniði en átta liða úrslitin fór fram á fimmtudaginn, undanúrslitin á föstudaginn og úrslitaleikurinn sjálfur svo í dag. AON Fivers var ávallt skrefinu á eftir og Bregenz höfðu þrem mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Þeir bættu svo við í síðari hálfleiknum og höfðu að lokum sex marka sigur en mikill fögnuður braust út að lokum enda er AON Fivers
helsti keppinautur Bregenz í Austurrísku deildinni.
Dagur bikarmeistari með Bregenz
