Haukastúlkur komust aftur í toppsæti DHL-deildar kvenna með 31-30 sigri á Fram á Ásvöllum í kvöld. Haukar eru því jafnir Val á toppnum með 22 stig en ÍBV er í þriðja sæti með 21 stig.
Framstúlkur verða að taka sig verulega á en þær eru í áttunda sæti deildarinnar með sex stig en KA/Þór hefur fjögur í því níunda. Þær voru þó óheppnar að tapa leiknum í kvöld sem var æsispennandi allt til enda en Haukar sýndu mátt sinn og megin og lönduðu eins marks sigri að lokum.
Haukastúlkur aftur á toppinn
