Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald 20. febrúar 2006 20:45 Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira