Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru atkvæðamiklir fyrir lið sitt Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið skellti Dusseldorf 32-22. Róbert skoraði 7 mörk og Guðjón gerði 5.
Grosswallstadt tapaði 35-28 fyrir Flensburg, þar sem Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk fyrir Grosswallstadt. Magdeburg vann nauman sigur á Melsungen 28-27 og skoraði Arnór Atlason 4 mörk fyrir Magdeburg. Kiel sigraði Göppingen 39-30 og Östringen lagði Nordhorn 30-28.