Arenas jarðaði New York 26. febrúar 2006 08:29 Gilbert Arenas fór hamförum gegn New York og skoraði til að mynda 23 af 46 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira