Viðskipti erlent

Olíuverð fór yfir 62 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði enn í dag þrátt fyrir að opinberar tölur bentu til að olíubirgðir hefðu aukist í Bandaríkjunum. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 74 sent á mörkuðum í New York og fór 62,71 dal á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 76 sent í Lundúnum og fór í 63,21 dal á tunnu.

Tíðar árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og aðrar ógnir sem steðja að olíuvinnslustöðvum víða um heim eru helstu ástæður hækkananna. Skæruliðar rændu m.a. níu starfsmönnum erlendra olíufyrirtækja sem vinna við ósa Níger í gær. Árásirnar hafa orðið til þess að olíuframleiðsla hefur dregist saman um 20 prósent í Nígeríu eða um 455.000 tunnur á dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×