Viðskipti erlent

Uppsagnir hjá AT&T

Stjórnendur bandaríska fjarskiptafyrirtækisins AT&T greindu frá því í dag að allt að 10.000 manns verði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu á næstu þremur árum. AT&T ákvað í gær að festa kaup á bandaríska farsímafyrirtækinu BellSouth fyrir 67 milljarða Bandaríkjadali og eru uppsagnirnar liður í hagræðingu hins sameinaða fjarskiptarisa.

Uppsagnirnar sem tilkynnt var um í dag eru viðbót við þá 13.000 starfsmenn fyrirtækisins sem AT&T hafði áður greint frá að myndu missa vinnuna á næstu þremur árum

Með sameiningu símafyrirtækjanna verður til stærsta fjarskiptafyrirtæki í Bandaríkjunum en markaðsvirði þess verður 165 milljarðar Bandaríkjadala.

Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, telja margir fjármálasérfræðingar að AT&T hafi greitt of mikið fyrir BellSouth.

190.000 manns vinna hjá AT&T en 63.000 hjá BellSouth.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×