Meistarar Juventus hafa þægilegt 10 stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar eftir markalaust stórmeistarajafntefli við AC Milan á heimavelli sínum í kvöld í leik sem olli nokkrum vonbrigðum. Gennaro Gattuso var vikið af leikvelli um miðjan síðari hálfleikinn, en heimamenn gerðu sér jafnteflið að góðu og fátt bendir til annars en að þeir verji titil sinn á Ítalíu. Leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn.
