Viðskipti erlent

Methagnaði spáð hjá BMW

Búist er við methagnaði í sögu þýska bílaframleiðandans BMW á þessu ári. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á síðasta ári nam 3,28 milljörðum evrum, jafnvirði 277 milljarða íslenskra króna, en það er 8,3 prósentum minna en árið á undan.

Að sögn Helmuts Panke, forstjóra BMW, er vonast að spáin haldist þrátt fyrir gengissveiflur og hækkun kostnaðar.

Panke sagði á blaðamannafundi í dag að fyrirtækið muni auka framleiðslu sína, sérstaklega á fyrri hluta ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×