14 leikja sigurganga Sacramento rofin 18. mars 2006 14:26 Þrátt fyrir kaldar mótttökur í Indiana þá á Ron Artest ennþá aðdáendur sem sýndu honum það í leiknum í nótt eins og þessi stúlka. Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento. Artest fékk kaldar mótttökur frá stuðningsmönnum Indiana og ekki bætti úr skák að hann átti ekkert svo sérstaklega góðan leik með Sacramento en hann skoraði 18 stig í leiknum. Áhorfendur í Indiana púuðu á Artest við kynningu á leikmönnum liðanna fyrir leikinn og fékk hann sömu móttökur í hvert sinn sem hann kom við boltann í leiknum. "Ég trúi ekki öðru en að verði tekið vel á móti Ron og ég hlakka mikið til að sjá hann. Hann er einn allra besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum, en ég get sagt ykkur það að ég hlakka alls ekki til að mæta honum með öðru liði," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers fyrir leikinn í gær og ljóst var að hann átti ekki von á því sem kom. Óvænt úrslit urðu einnig í leik næst neðsta liðsins í austurdeildinni, New York og Detroit Pistons sem eru efstir en toppliðið tapaði fyrir New York með tveggja stiga mun, 105-103. Ellefu leikir voru í NBA deildinni í gærkvöld. Cleveland Cavaliers tók á móti Portland Trailblazers. Cleveland hafði tapað þremur leikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Portland á heimavelli í gærkvöld. Portland hafði tapað átta leikjum í röð á útivelli. Le Bron James og Drew Gooden áttu stórleik fyrir Cleveland. James skoraði 27 stig en Cleveland var tíu stigum yfir í hálfleik. Drew Gooden skoraði 23 stig og hefur ekki gert betur á tímabilinu. Hann tók auk þess fjortán fráköst. Porltand komst í raun og veru aldrei nálægt Cleveland í síðari hálfleik. Lokatölur 99-84. Þetta var sautjándi ósigur Portland í síðustu tutttugu leikjum. Cleveland er nú í fjórða sæti austurdeildar og er liðið til alls líklegt með einn besta leikmann deildarinnar innanborðs, Le Bron James. Úrslit annarra leikja urðu eftirfarandi; Cleveland - Portland 99-84 Dallas - Washington 104-94 LA Clippers vann Philadelphia 99-89 Memphis - Denver 116-102 New Jersey - LA Lakers 92-89 Orlando - Boston 84-77 San Antonio - Phoenix 108-102 Toronto - Milwaukee 97-96 Utah - Atlanta 111-101 Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira
Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento. Artest fékk kaldar mótttökur frá stuðningsmönnum Indiana og ekki bætti úr skák að hann átti ekkert svo sérstaklega góðan leik með Sacramento en hann skoraði 18 stig í leiknum. Áhorfendur í Indiana púuðu á Artest við kynningu á leikmönnum liðanna fyrir leikinn og fékk hann sömu móttökur í hvert sinn sem hann kom við boltann í leiknum. "Ég trúi ekki öðru en að verði tekið vel á móti Ron og ég hlakka mikið til að sjá hann. Hann er einn allra besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum, en ég get sagt ykkur það að ég hlakka alls ekki til að mæta honum með öðru liði," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers fyrir leikinn í gær og ljóst var að hann átti ekki von á því sem kom. Óvænt úrslit urðu einnig í leik næst neðsta liðsins í austurdeildinni, New York og Detroit Pistons sem eru efstir en toppliðið tapaði fyrir New York með tveggja stiga mun, 105-103. Ellefu leikir voru í NBA deildinni í gærkvöld. Cleveland Cavaliers tók á móti Portland Trailblazers. Cleveland hafði tapað þremur leikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Portland á heimavelli í gærkvöld. Portland hafði tapað átta leikjum í röð á útivelli. Le Bron James og Drew Gooden áttu stórleik fyrir Cleveland. James skoraði 27 stig en Cleveland var tíu stigum yfir í hálfleik. Drew Gooden skoraði 23 stig og hefur ekki gert betur á tímabilinu. Hann tók auk þess fjortán fráköst. Porltand komst í raun og veru aldrei nálægt Cleveland í síðari hálfleik. Lokatölur 99-84. Þetta var sautjándi ósigur Portland í síðustu tutttugu leikjum. Cleveland er nú í fjórða sæti austurdeildar og er liðið til alls líklegt með einn besta leikmann deildarinnar innanborðs, Le Bron James. Úrslit annarra leikja urðu eftirfarandi; Cleveland - Portland 99-84 Dallas - Washington 104-94 LA Clippers vann Philadelphia 99-89 Memphis - Denver 116-102 New Jersey - LA Lakers 92-89 Orlando - Boston 84-77 San Antonio - Phoenix 108-102 Toronto - Milwaukee 97-96 Utah - Atlanta 111-101
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira