Leikur Dwyane Wade og Shaquille O'Neal hjá Miami Heat einkenndist af miklum villuvandræðum þegar lið þeirra marði eins stigs sigur á Chicago Bulls, 85-84 í NBA deildinni í körfubolta í nótt.
Þó Wade hafi aðeins náð að skora 15 stig þá var hann stigahæstur sinna manna og O'Neal kom næstur með 13 stig og 5 stoðsendingar. Merkilegt er að 13 af 15 stigum sínum skoraði Wade úr vítaskotum en skorið hans í nótt verður að teljast athyglistvert í ljósi þess að meðalskor hans í síðustu 5 leikjum eru 34.4 stig í leik.
O'Neal fékk sína fjórðu villu þegar 8 mínútur voru eftir af þriðja leikhæuta og Wade fékk sínu fjórðu villu tveimur mínútum síðar.
Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio Spurs sem vann Houston Rockets 92-77 en hann skoraði 20 stig, tók 4 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hjá Houston var kínverski risinn Yao Ming stigahæstur með 23 stig. Fimm leikir fóru fram í NBA í nótt og urðu önnur úrslit sem hér segir;
Detroit Pistons- Charlotte Bobcats 108-103
Denver Nuggets-N.Orleans/Oklahoma City 109-94
Portland Trailblazers-Milwaukee 93-97