Sport

Fyrsti sigur Nets á Dallas í sex ár

New Jersey vann sinn fyrsta sigur á Dallas í sex ár í nótt
New Jersey vann sinn fyrsta sigur á Dallas í sex ár í nótt NordicPhotos/GettyImages

Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn fyrsta sigur á Dallas í heil sex ár þegar liðin áttust við í New Jersey og fóru leikar 100-89 fyrir heimamenn. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir Nets, en Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas.

Cleveland vann nauman sigur á LA Lakers 96-95. LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland, en Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers.

Þá vann Atlanta nauman sigur á Orlando eftir framlengdan leik 108-107. Joe Johnson skoraði 40 stig fyrir Atlanta, en Jameer Nelson skoraði 18 stig fyrir Orlando.

Boston vann góðan útisigur á Indiana 103-88 og vann því alla leiki liðanna í vetur. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston, en Peja Stojakovic skoraði 16 stig fyrir Indiana.

Minnesota lagði Sacramento 95-89, þar sem Kevin Garnett átti sinn besta leik á tímabilinu og skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota. Mike Bibby skoraði 35 stig fyrir Sacramento.

Washington lagði Chicago 113- 104. Gilbert Arenas skoraði 29 stig fyrir Washington, en Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Chicago.

Philadelphia tapaði fjórða leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Golden State á útivelli 98-89. Chris Webber skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Mike Dunleavy skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Golden State.

Memphis lagði Utah 90-84. Pau Gasol skoraði 15 stig, hirti 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Memphis og Chucky Atkins skoraði 20 stig. Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst hjá Utah og Mehmet Okur skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst.

Loks vann Miami sigur á New York 111-100 á útivelli og var þetta 15. sigur Miami í síðustu 16 leikjum liðsins. Dwayne Wade fór á kostum eins og venjulega og skoraði 30 stig fyrir Miami, en Eddy Curry skoraði 18 stig fyrir heimamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×