Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika 22. mars 2006 22:15 MYND/Róbert Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira