Viðskipti erlent

Erfitt ár hjá General Motors

Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) hefur viðurkennt að árið í ár verði „krefjandi". Er búist við að markaðshlutdeild GM minnki um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi og verði 24 prósent í Bandaríkjunum. Fyrirtækið vinnur að því að hagræða í rekstri sínum, m.a. hefur verið tilkynnt að 30.000 starfsmönnum verði sagt upp og 12 verksmiðjum lokað á næstu tveimur árum.

Þá verður fækkað í skrifstofuliði fyrirtækisins.

Mark LaNeve, aðstoðarforstjóri GM, segir fyrirtækið hafa komið mörgum þáttum í lag og muni fjölga þeim eftir því sem á líður.

GM tapaði 10,6 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári. Ástæðan er minni sala á bílum og aukinn launakostnaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×