Nú er búið að birta lista yfir þá 23 dómara sem valdir hafa verið til að dæma á HM í Þýskalandi í sumar og verður Graham Poll fulltrúi ensku úrvalsdeildarinnar í keppninni. Auk Poll verða á mótinu dómarar eins og Eric Poulat frá Frakklandi,Markus Merk frá Þýskalandi, hinn spænski Enrique Mejuto Gonzalez og Massimo De Santis frá Ítalíu svo einhverjir séu nefndir.
